top of page
Siggi-kynningarOpna.jpg

Hæ! Ég heiti Sigurður Sverrir Sigurðsson og ég er fæddur árið 2000. Ég á 6 hálfsystkini og er yngstur. Ég hef flutt 8 sinnum, oftast innan Reykjavíkur. Ég hef hannað lógó og kennimerki síðan ég var 10 ára gutti. Ég vildi fyrst fara í tölvubrautina og læra að kóða, vegna þess að mér fannst það „töff“ á tímanum. En eins og örlög myndu hafa það, sú braut var troðfull. Ég vildi samt endilega koma mér í nám í Tækniskólanum svo ég kaus grafíska miðlunar brautina og hef aldrei verið ánægðari.

 

Áhugamálin mín (fyrir utan grafíska hönnun) eru: Spil, tölvuleikir, svefn og sögur. Ég hef líka mikinn áhuga á ensku, eða frekar að tala og skrifa á ensku. Uppáhalds Adobe forritið mitt er Photoshop. Photoshop var fyrsta Adobe forritið sem ég lærði að nota og ég er orðinn frekar flinkur á að nota það. Sem dæmi má nefna að bakgrunnurinn á þessari opnu var allur unninn í Adobe Photoshop.
   Ég hef enga hugmynd um hvað mig langar nákvæmlega að gera í framtíðinni, en ég held það að vinna á auglýsinga stofu væri góð stefna. Eftir að ég útskrifast í vor ætla ég að halda áfram með námið í tvö ár til viðbótar. Kannski fara í nám í Edinborg eða einhvers staðar í Kanada. Eftir það ætla ég að byrja að vinna sem rithöfundur eða við eitthvað skapandi.


„The time you enjoy wasting is not wasted time“
– Bertrand Russell

bottom of page